Þriðjudaginn 16. júní 2002, kl. 06.45, ók hinn 33 ára gamli Janne (nafni breytt) bíl sínum í miðborg Helsinki eftir Mannerheimsvegi, í átt að Kamppitorgi, á leið til vinnu sinnar við byggingarframkvæmdir í miðborg Helsinki. Janne hafði lagt af stað í vinnuna frá Ruskeasuo, garðlandahverfi u.þ.b. þrjá kílómetra frá miðborg Helsinki, þar sem hann átti bústað.Dagurinn átti að verða eins og hver annar vinnudagur og Janne grunaði síst að þessi nýbyrjaði vinnudagur yrði sá síðasti í lífi hans, og raunar hans hinsti dagur. Hann beygði af Mannerheimsveginum inn á Nyrðri-Járnbrautargötu, og meðan hann beið eftir grænu umferðarljósi á móts við Hótel Helka sprakk Opel Kadett Caravan-bíllinn hans í loft upp.Sprengingin var svo kröftug að bíll Jannes gjöreyðilagðist og olli talsverðum skemmdum í nágrenninu. Sjálfur lést Janne þegar í stað.
Medium: Audio Books
Bildformat:
Studio: SAGA Egmont
Erscheinungsdatum: