Kormáks saga gerist á tíundu öld og aðalpersónur verksins eru Kormákur Ögmundarson og hans stóra ást, Steingerður. Kormákur var eitt nafnkunnasta skáld síns tíma og segir sagan frá honum, eirðarlausum förumanni á ferð um Ísland, Noreg og Bretlandseyjar. Verkið inniheldur fjölmörg ljóð sem eignuð eru Kormáki og eru þau mörg hver ástarjátningar til Steingerðar en í sögunni má finna ríflega áttatíu dróttkvæði. Kvæðin fjalla um ástina, lof til Steingerðar en einnig má í þeim finna niðrandi orðsendingar til eiginmanns hennar. Sagan er talin vera með fyrstu Íslendingasögum sem skrifaðar voru en hún hefur varðveist vel.
Medium: Audio Books
Bildformat:
Studio: Saga Egmont
Erscheinungsdatum: