Sagan á sér stað í kaþólskum sið á Íslandi og segir frá munk sem fellur í freistni þegar ástin bankar á dyrnar. Hann stendur frammi fyrir því að velja á milli stúlkunnar og trúarinnar. Valið mun hafa örlagaríkar afleiðingar þegar harka vetrarins tekur við og verður Árni að takast á við afleiðingar gjörða sinna.Sögurnar sem eru hluti af smásagnasafni Davíðs Þorvaldssonar, eru: Björn formaður, Árni munkur, Skógarinn litli frá Villefranche-sur-mer, Veðmálið, Skólabræðurnir og Úr dagbók vinar, en bókina tileinkað hann móður sinni eftir andlát hennar. Bókin fékk mjög góða dóma á Íslandi og var því haldið fram að höfundur hefði einstaka innsýn í sálarlíf manna. Sögurnar bera allar stílbragð Davíðs, sem skrifaði listilega vel og í myndlíkingum sem krefjast þess að lesandi lesi milli línanna ásamt því að boðskapur sagnanna endurspegla oft tilfinningaríkar reynslur úr lífi höfundar.
Medium: Audio Books
Bildformat:
Studio: Saga Egmont
Erscheinungsdatum: