Alton lávarður flýr til sveitaseturs síns í von um að finna frið og ró, fjúkandi reiður eftir mikla hjónabandserfiðleika. Árið er 1803 og England bíður innrásar Napoleon. Sannkölluð njósnahræðsla hefur náð tökum á landinu, svo þegar hr. Pitt hvetur Alton til þess að hafa uppi á svikara, tekur hann starfið að sér. Í skóginum hjá sveitasetrinu hittir hann unga konu. Hún neitar að segja til um hver hún sé, en þegar hún treystir honum fyrir því að hún sé skyggn, biður hann hana að líta inn í framtíðina. Hún segir honum að kona muni leggja snöru fyrir hann, að hann eigi að leita að persónu sem hann finni ekki og að framundan sé myrkur og blóð…-
Medium: Audio Books
Bildformat:
Studio: Saga Egmont
Erscheinungsdatum: