Víglundar saga er skáldsaga og ein fyrsta þeirrar greinar hér á landi. Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Noregur og austfirðir að mestu. Hún gerist á 10. öld en talið er að hún hafi verið rituð á síðari hluta 14. aldar. Hún er svo varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld. Verkið fjallar um ástir, líf og áskoranir þeirra Víglundar og Ketilríðar. Þau kynnast þegar Ketilríður er send í fóstur til foreldra Víglundar ung að aldri. Gerist það svo að Víglundur heldur til Noregs og Ketilríður er lofuð bónda nokkrum austur á fjörðum þegar hann kemur heim. Rekur Víglund einmitt á land fyrir austan, sökum vinda og þykist hann þar kannast við konu bóndans. Sagan tekur óvænta stefnu fyrir lesandann og ýmislegt óvænt kemur í ljós.
Medium: Audio Books
Bildformat:
Studio: SAGA Egmont
Erscheinungsdatum: